Óska vitna að umferðaróhappi

Ökumönnunum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa.
Ökumönnunum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa. mbl.is/Arnþór Birkisson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Arnarnesvegar við Arnarnes miðvikudaginn 5. ágúst um klukkan 18:30.

Þar rákust saman Honda Accord Sedan og Toyota Avensis, en ökumönnunum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa.

Þeir sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið saevarg@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Uppfært kl. 14:50: Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið upplýst.

mbl.is