Rigning gagnast Landsvirkjun

Sigöldustöð. Virkjanir á Þjórsársvæðinu fá orku úr Þórisvatni.
Sigöldustöð. Virkjanir á Þjórsársvæðinu fá orku úr Þórisvatni. Ljósmynd/Landsvirkjun

Rigning á hálendinu undanfarna daga hefur gagnast Landsvirkjun. Þá hefur jökulbráð tekið við sér í hlýindunum og því hefur ört safnast í miðlunarlón.

Samkvæmt upplýsingum Ragnhildar Sverrisdóttur hjá Landsvirkjun er staðan sú á Þjórsársvæðinu að Hágöngulón hefur verið á yfirfalli síðan í byrjun júlí og Þórisvatn er að fyllast. Í ágúst hefur Þórisvatn hækkað um einn metra sem samsvarar tæpum 90 Gl af miðlunarforða og nú vantar um hálfan metra til að það fari á yfirfall.

Blöndulón fór á yfirfall í vikunni og það hefur venjulega þau áhrif að hækkar í Blöndu, hún litast og verður illveiðanleg. Í byrjun júlí leit út fyrir að lónið væri að fara á yfirfall, veiðimönnum til hrellingar. En þá kólnaði og hægðist á vatnssöfnun.

Í Hálslóni hefur vatnssöfnun einnig gengið vel. Lónið hækkaði um 13 metra í júlí og það sem af er ágúst hefur það hækkað um 6,5 metra. Nú vantar tæpa sex metra á að lónið fari á yfirfall. Innrennsli í Hálslón er nú yfir 500 m3/s og veðurspá hagfelld næstu daga. Lónið gæti því fyllst á næstu 7-10 dögum.

„Horfur í vatnsbúskap Landsvirkjunar eru því góðar,“ segir Ragnhildur. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert