Starfsmaður hjúkrunarheimilis með veiruna

Hjúkrunarheimilið Hamrar í Mosfellsbæ.
Hjúkrunarheimilið Hamrar í Mosfellsbæ. Skjáskot/ja.is

Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ, sem er í eigu hjúkrunarheimilisins Eirar, hefur greinst sýktur af Covid-19. Sigurður Rúnar Sigurjónsson, forstjóri Eirar, segir að búið sé að einangra deildina sem starfsmaðurinn vann á.

Kristín Högnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, segir í samtali við Vísi að starfsmaðurinn hafi mætt í vinnu og verið þar í tvo og hálfan tíma þangað til hún fékk upplýsingar um að náinn ættingi hefði greinst með staðfest smit.

Hún fór í kjölfarið úr vinnu og í sýnatöku og reyndist jákvæð fyrir veirunni. Hún sinnti aðeins örfáum íbúum á deildinni en á henni búa tíu manns. Ákvörðun um það hvaða aðrir starfsmenn þurfi að fara í sýnatöku verður tekin í dag.

Deildin hefur verið einangruð og ákveðið verður í dag hvaða …
Deildin hefur verið einangruð og ákveðið verður í dag hvaða aðrir starfsmenn þurfa að fara í sýnatöku. Landspítali/Þorkell Þorkelsson
mbl.is