Tvö smitanna í Vestmannaeyjum

mbl.is/Sigurður Bogi

Tveir einstaklingar búsettir í Vestmannaeyjum greindust með staðfest kórónuveirusmit í gær. Þeir voru báðir í sóttkví við greiningu, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðgerðastjórn.

Eru því samtals sex í einangrun og 76 í sóttkví í Vestmannaeyjum.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/08/12/engin_ny_smit_i_vestmannaeyjum/

Alls greindust sex kórónuveirusmit innanlands í gær og eru 120 í einangrun á landsvísu og 720 í sóttkví.

mbl.is