Bílbruni á Kringlumýrarbraut

Ljósmynd/Aðsend

Búast má við einhverjum töfum á umferð vegna bílbruna á Kringlumýrarbraut norðan við gatnamótin við Kringluna að sögn varðstjóra í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögregla og slökkvilið eru að störfum á vettvangi en engin slys urðu á fólki. Búast má við að umferð verði fljótlega með eðlilegum hætti.

mbl.is