Deilt á aðgengi verndaðra svæða

Margir vilja nýta sér gæði hálendisins en á ólíkum forsendum. …
Margir vilja nýta sér gæði hálendisins en á ólíkum forsendum. Vélknúnum tækjum eru skorður settar og margir vilja breytingu þar á. mbl.is/RAX

Margir ólíkir hópar hafa hagsmuni af umgengni í þjóðgörðum og á friðlendum landsins. Félagasamtök vélknúinna tækja telja að skortur á samráði og samtali um hlut þeirra valdi því að stór landsvæði falli utan þeirra skauts.

Afnot og aðgengi sem eigi sér áratugahefð sé nú ýmist bönnuð eða háð leyfisveitingu stjórnvalda. Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, segir að oft brenni við að þekkingu skorti hjá stofnunum sem setja reglur um loftför á vernduðum svæðum. Hann bendir á að í gildi séu lög um loftferðir sem heyri undir málaflokk Samgöngustofu. Tilraunir annarra til að setja reglur um loftrými hafi verið handahófskenndar, skort innsýn og tilgang og sé einfaldlega ekki á þeirra forræði. Brýnt sé að einn aðili, þ.e. Samgöngustofa, haldi um stjórnina, annars blasi við mótsagnakennd flækja.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag gagnrýnir hann einnig að sömu reglur séu látnar gilda um allar tegundir flygilda. Samkvæmt skilgeiningu geti það spannað á milli breiðþotu og dróna sem passar í buxnavasa. Ekki sé raunhæft að ætla allri þessari breidd loftfara hið sama. Hann segir það augljósa kröfu að lenda megi á auglýstum flugbrautum innan þjóðgarðsins.

Undir þetta tekur Jónas Sverrisson, formaður Fisflugsfélags Reykjavíkur. Hann segir frá því að hafa sótt um lendingarleyfi fyrir fisflugvél á flugbrautunum í Nýjadal og Herðubreiðarlindum, sem báðir eru innan þjóðgarðs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert