Fimm útköll á slökkviliðsbíla

Bílar slökkviliðsins sem annast COVID-flutninga eru sérmerktir.
Bílar slökkviliðsins sem annast COVID-flutninga eru sérmerktir. Facebook-síða slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í fimm útköll á slökkviliðsbílum síðasta sólarhringinn og 83 sjúkraflutninga, þar af tvo COVID-tengda flutninga. Af sjúkraflutningunum voru 15 forgangsflutningar. 

„Eins og allir landsmenn vita hefur orðið aukning á COVID-tengdum veikindum og tökum við hjá SHS þátt í baráttunni með landsmönnum við að sigrast á veirunni.

Eitt af okkar hlutverkum er að flytja fólk sem er með COVID í hinar og þessar rannsóknir. Bílarnir okkar, sem flytja sitjandi fólk, eru sérmerktir sem ætti vonandi að koma í veg fyrir að fólk fái fyrir hjartað þegar það mætir þessum bílum í umferðinni,“ segir á Facebook-síðu SHS. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert