Fjögur smit hjá Torgi

mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjórir eru smitaðir hjá Torgi, sem rekur miðlana Fréttablaðið, DV og Hringbraut. Þetta staðfestir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs, í samtali við mbl.is.

Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu.

Einn einstaklingur smitaður af kórónuveirunni sat ritstjórnarfund hjá DV í liðinni viku. Jóhanna segir að hinir þrír einstaklingarnir starfi á stoðdeildum, en ekki á ritstjórn hinna miðlanna. Tveir þeirra smituðu eru starfsmenn í söludeild og einn starfsmaður á sérblaðadeild.

Um 40 starfsmenn Torgs eru nú í sóttkví en Jóhanna segir að engin röskun verði á rekstri miðla Torgs. „Við getum flest sinnt störfum okkar vel í fjarvinnu. Þess vegna hefur þetta mjög lítil áhrif hjá fyrirtækinu.“

mbl.is