Ók á vegfaranda og lét sig hverfa

Vegfarandinn slasaðist ekki, en varð fyrir munatjóni. Mynd úr safni.
Vegfarandinn slasaðist ekki, en varð fyrir munatjóni. Mynd úr safni. mbl.is/Þorgeir

Ekið var á hjólandi vegfaranda á gatnamótum Skarðshlíðar og Undirhlíðar á Akureyri í dag. Ökumaður bílsins ók á brott án þess að stöðva og lét sig hverfa af vettvangi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri.

Vegfarandinn slasaðist ekki í atvikinu, en varð engu að síður fyrir talsverðu eignartjóni. Lögreglan á Akureyri óskar eftir einhverjum sem gæti hafa orðið vitni að atburðinum.

mbl.is