„Rosalega flókið verkefni“ fyrir menntaskóla

mbl.is/Kristján Kristjánsson

Fjarkennsla verður viðhöfð að miklu leyti í framhaldsskólum landsins sem hefjast á næstu dögum. Tilhögunin er misjöfn eftir skólum en allir taka skólarnir mið af hundrað manna samkomubanni sem veldur meiri vandkvæðum en eins metra nándarmörk, að mati þeirra skólastjóra sem Morgunblaðið ræddi við.

Þannig fer kennsla í Menntaskólanum við Reykjavík að mestu fram í þremur byggingum en samkvæmt sóttvarnareglum mega aðeins hundrað manns vera í hverri þeirra. Á sjöunda hundrað stunda nám við skólann. Kennsla í MR hefst aðeins síðar en vant er.

„Þetta er rosalega flókið verkefni sem skýrir hvers vegna við byrjum aðeins seinna að kenna,“ segir Elísabet Siemsen, rektor MR, í umfjöllun um mál þessi í Morgublaðinu í dag. Skólinn verður settur miðvikudaginn 19. ágúst næstkomandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert