Snýst um hagsmuni Íslendinga

Rök sóttvarnayfirvalda vega þyngra en rök ferðaþjónustunnar, segir Sigfús.
Rök sóttvarnayfirvalda vega þyngra en rök ferðaþjónustunnar, segir Sigfús. mbl.is/Eggert

„Þetta snýst um okkar hagsmuni, hagsmuni Íslendinga. Mitt persónulega mat er það að þetta er rétt ákvörðun,“ segir Sigfús Bjarni Sigfússon, forstjóri Hertz á Íslandi. Vísar hann í máli sínu til ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um hertar aðgerðir á landamærum. 

Segir Sigfús að um gríðarlega harða aðgerð sé að ræða gagnvart ferðaþjónustunni. Þó vegi rök sóttvarnayfirvalda þyngra en rök ferðaþjónustunnar. „Það er mitt persónulega mat á stöðunni. Við treystum sóttvarnayfirvöldum og ríkisstjórninni til að taka bestu ákvarðanirnar í stöðunni. Við verðum að leysa hitt síðar,“ segir Sigfús. 

Starfsemin dregst saman

Aðspurður segir hann að skömmu eftir að ákvörðunin var kynnt hafi hægt á innflæði hjá fyrirtækinu. Þannig megi gera ráð fyrir að starfsemin dragist áfram saman næstu misseri.

„Þetta er nýtilkomið en við fundum strax fyrir minnkandi innflæði. Þetta er auðvitað gríðarlega slæmt fyrir ferðaþjónustuna og hörð aðgerð. En ef þetta er það sem þarf til að draga úr útbreiðslunni þá er það bara svoleiðis.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert