Tvöfalt fleiri vilja endurgreiðslu

Mikil fjölgun umsókna um endurgreiðslu virðisaukaskatts í ár.
Mikil fjölgun umsókna um endurgreiðslu virðisaukaskatts í ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikil fjölgun hefur verið í beiðnum um endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu í ár miðað við sama tíma í fyrra.

Sem kunnugt er var eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar til að bregðast við efnahagssamdrætti af völdum kórónuveirunnar að hækka endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts tímabundið úr 60% í 100%. Jafnframt var úrræðið útvíkkað.

Í svari frá Skattinum við fyrirspurn Morgunblaðsins kemur fram að mótteknar endurgreiðslubeiðnir frá janúar 2020 til byrjunar júlí voru samtals 12.289 en voru 6.340 fyrir sama tímabil 2019.

Í maí og júní 2020 bárust samtals 7.228 endurgreiðslubeiðnir en í sömu mánuðum 2019 bárust samtals 1.663 slíkar beiðnir. „Þótt aukning hafi verið mikil að því er tekur til íbúðarhúsnæðis þá munar mest um umsóknir vegna endurgreiðslu á kostnaði við bifreiðaviðgerðir í þessari breytingu á milli ára en þær voru samtals 3.158 í maí, júní og fyrstu dagana í júlí. Á þessu sama tímamarki var búið að afgreiða samtals 3.118 umsóknir,“ segir í svari Skattsins, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert