Vilja nýta lóðirnar betur

Brauð og Co og Gló eru meðal annars til húsa …
Brauð og Co og Gló eru meðal annars til húsa í Fákafeni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Með kaupum á hlut í fyrirtækjunum Gló og Brauði & co. hyggst olíufélagið Skeljungur hasla sér enn frekari völl á markaði sem stuðlar að hollustu.

Þetta segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri félagsins, í samtali í Morgunblaðinu í dag. Bendir hann á að bensínstöðvar fyrirtækisins standi á mjög verðmætum og vel staðsettum lóðum en þær séu vannýttar. Þannig vilji fyrirtækið með breyttu og auknu þjónustuframboði gera stöðvarnar að meira spennandi áningarstað fyrir neytendur.

Hann segir að Gló og Brauð & co. bjóði upp á eftirsótta vöru sem fólk tengi við frískleika og heilsu. Eftir kaupin muni Skeljungur taka vörur þessara fyrirtækja í sölu og einnig vinna að frekari vöruþróun með þeim. Í einhverjum tilvikum komi til greina að breyta tilteknum bensínstöðvum að öllu leyti í starfsstöðvar Gló eða Brauðs & co. Auk þess segir hann að Skeljungur hafi fleiri fyrirtæki í sigtinu, bæði hvað varðar samstarf og sem fjárfestingartækifæri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert