Allar björgunarsveitir Austfjarða kallaðar út

Frá Eskifirði. Maðurinn er í sjálfheldu við Hólmatind.
Frá Eskifirði. Maðurinn er í sjálfheldu við Hólmatind. mbl.is/Sigurður Bogi

Allar börgunarsveitir á Austfjörðum hafa verið kallaðar út vegna göngumanns sem er í sjálfheldu í eða við fjallið Hólmatind í Eskifirði.

Búið er að finna manninn en afar erfitt þykir að komast að honum og vinna fjallamenn björgunarsveitanna nú að því að setja upp línur til að komast að manninum og koma honum niður.

Samkvæmt upplýsingum frá slysavarnafélaginu Landsbjörg er ekki gott að fullyrða um hversu langan tíma aðgerðirnar muni taka. Hátt í þrjátíu björgunarmenn taka þátt í aðgerðum.

mbl.is