Ekki fleiri smit greinst á Hömrum

Hjúkrunarheimilið Hamrar í Mosfellsbæ.
Hjúkrunarheimilið Hamrar í Mosfellsbæ. Skjáskot/ja.is

Ekki hafa greinst fleiri kórónusmit á hjúkrunarheimilinu Hömrum. Hluti íbúa og starfsfólks sem voru útsettir fyrir smiti hafa verið skimaðir og reyndust öll sýnin neikvæð.

Að sögn Kristínar Högnadóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunarsviðs á Hömrum, Skjóli og Eir, verður fólkið skimað aftur til öryggis á mánudaginn.

Alls eru tíu íbúar og fjórir starfsmenn í sóttkví eftir að starfsmaður í umönnun greindist með veiruna.

Heimsóknir á deildina eru ekki leyfðar vegna stöðunnar sem er uppi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert