Ökumaður réðst á 16 ára pilt á vespu

mbl.is/Kristinn Magnússon

Tilkynnt var um líkamsárás í hverfi 220 í Hafnarfirði, um hálfníuleytið í gærkvöldi.

Ökumaður bifreiðar var ósáttur við akstur 16 ára pilts á vespu. 

Ökumaðurinn ók utan í vespuna, fór úr bifreiðinni og tók kveikjuláslykla úr vespunni, kastaði þeim í jörðina og sló piltinn í andlitið, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is