Seinni slátturinn nú á Suðurlandi

Heyskapur. Sumar í sveit
Heyskapur. Sumar í sveit

„Núna þurfa bændur þurrk í eina viku og þá erum við komnir á beina braut,“ sagði Aðalsteinn Þorgeirsson á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi í Morgunblaðinu í dag.

Fyrri slætti lauk hann fyrir nokkru, bar þá áburð á túnin sem nú eru vel sprottin eftir hlýindi og rigningu um nokkurt skeið. Annar sláttur sumarsins er því nú fram undan og beðið er eftir góðri spá sem veit á heyskaparveður í nokkra daga.

Á Hrafnkelsstöðum er Aðalsteinn með um 70 ha. tún sem í fyrri slætti skiluðu honum góðum og næringarríkum heyjum. „Menn eru ábyggilega allir búnir með fyrri sláttinn. Uppskeran er fín og heilt yfir er staðan á heyskap hér í uppsveitunum góð.“

„Hér hefur rignt mikið í talsverðan tíma og við erum orðin þreytt á þessum ósköpum. Fyrri hluti sumars var þó mjög góður tími, eftir leiðinlegan vetur,“ segir Oddný Steina Valsdóttir bóndi á Butru í Fljótshlíð. Þar á bæ stendur seinni sláttur yfir og nú þarf að ná hánni í hús, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »