Sex óvissuþættir við áætlanagerð

Mörg sveitarfélög hafa flýtt viðhaldi og framkvæmdum.
Mörg sveitarfélög hafa flýtt viðhaldi og framkvæmdum. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Fjárhagsáætlanirnar verða alltaf háðar þeirri óvissu að við vitum ekki hvernig hlutirnir munu þróast. Við munum hins vegar reyna eins vel og við getum að takast á við þau krefjandi verkefni sem bíða,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Sveitarfélaganna bíður það verkefni nú í haust að afgreiða fjárhagsáætlun fyrir komandi ár og næstu þrjú ár á eftir. Óhætt er að segja að flókið verði að leggja fram áætlun í því efnahagsástandi sem nú ríkir.

Þetta kemur skýrt fram í minnisblaði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent frá sér þar sem tilteknir eru sex óvissuþættir um framvindu efnahagsmála sem áhrif hafi á áætlanagerð. Þeir eru kjarasamningar, en forsendur lífskjarasamninganna verða metnar að nýju í september, ferðaþjónusta, en spár um hagvöxt á næsta ári séu nær alfarið reistar á forsendum um að hingað komi um eða yfir ein milljón ferðamanna, og gengi krónunnar og verðbólga. Þá eru ríkisfjármál óvissuþáttur samkvæmt minnisblaðinu en fjármálaætlun hefur verið frestað fram í október. Þar undir eru skattamál og fleira sem varði sveitarfélög miklu. Þá er horft til alþjóðlegrar efnahagsþróunar, s.s. Brexit, og verðs útlutningsvara. Að síðustu er tiltekið að óvissa ríki um aflabrögð í sjávarútvegi, til að mynda loðnuveiðar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »