Sjö ný innanlandssmit

Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Sjö kórónuveirusmit greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær.

Þetta kemur fram á covid.is.

Fjórir þeirra sem greindust voru í sóttkví. 

Fjórir greindust á landamærunum og bíða þeir niðurstöðu úr mótefnamælingu. 

Alls eru 119 manns í einangrun og hefur þeim því fjölgað um sjö frá því í gær. 

605 eru í sóttkví og hefur þeim fækkað um 41 frá því í gær. Einn er á sjúkrahúsi en enginn á gjörgæslu, rétt eins og í gær. 

Fjöldi staðfestra smita frá 28. febrúar eru orðin 1.999 talsins.

mbl.is