Sumarfundur ríkisstjórnar á Hellu

Sumarfundur ríkisstjórnarinnar verður haldinn á Hellu þetta árið.
Sumarfundur ríkisstjórnarinnar verður haldinn á Hellu þetta árið. mbl.is/Árni Sæberg

Sumarfundur ríkisstjórnarinnar verður haldinn á Hellu á þriðjudaginn í samræmi við venju síðastliðinna tveggja ára.

Ekki er ljóst hver aðalumræðuefni fundarins verða en teljast verður líklegt að kórónuveirufaraldurinn og nýjar sóttvarnareglur, sem taka gildi á miðvikudag, séu á meðal þeirra málefna sem verða til umræðu. Dagskrá fundarins verður kynnt á mánudaginn næstkomandi.

Seinasti sumarfundur ríkisstjórnarinnar var haldinn í Mývatnssveit í fyrra, þar sem helst var rætt um jarðakaup útlendinga en sumarið 2018 fundaði ríkisstjórnin á Snæfellsnesi, þar sem meðal annars var rætt um áherslur ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmálanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert