Telur of hart gengið fram án rökstuðnings

Sigríður segir að hún hefði kosið síður íþyngjandi útfærslu.
Sigríður segir að hún hefði kosið síður íþyngjandi útfærslu. mbl.is/Eggert

Sigríður Á. Andersen, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur að færa hefði þurft ríkari rök fyrir því að tilefni væri til hertra aðgerða á landamærum vegna kórónuveirufaraldursins. Hún segir lítið fara fyrir grundvallarmannréttindum í umræðu um sóttvarnaaðgerðir.

Tilkynnt var á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og almannavarna í gær að frá og með miðvikudegi þurfi allir sem hingað koma til lands að fara í skimun við komuna, 4-6 daga sóttkví og því næst aðra skimun. Hefur ferðaþjónustan rekið upp ramakvein vegna þessa.

Aðgerðir ekki komnar á borð löggjafans

Aðspurð segir Sigríður að hún hefði kosið síður íþyngjandi útfærslu. „Ég hefði gert það. Ég held að fólk þurfi að færa ríkari rök fyrir því að aðstæður kalli á svona drastískar aðgerðir. Ég hefði frekar kosið að stjórnvöld væru í samskiptum við önnur ríki og hvettu til meira jafnvægis.“

Sigríður segir að það komi einnig á óvart að eftir hálfs árs faraldur séu sóttvarnaaðgerðir ekki enn komnar á borð löggjafans. „Það er óumdeilt að það er hægt að grípa til sóttvarnaaðgerða til skamms tíma [án aðkomu þingsins],“ segir Sigríður. En þegar hálft ár sé liðið komi á óvart að það hafi aldrei komið til umræðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert