Vegur lagður um viðkvæmt verndarsvæði

Breiðavík.
Breiðavík. Ljósmynd/Keran Ólason

Skipulagsstofnun hefur ákveðið að lagning Örlygshafnarvegar um Látravík í Vesturbyggð skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Þetta vekur nokkra athygli þar sem fyrirhugaður vegur liggur um verndarsvæði samkvæmt aðalskipulagi sveitarfélagsins og um svæði á náttúruminjaská (Breiðavík, Hvalátra og Keflavík). Þá eru fornleifar, sem njóta verndar, í innan við 100 metra fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu.

Hægt er að kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur til 14. september. Við mat á framkvæmdinni leitaði Skipulagsstofnun álits Náttúrufræðistofnunar, Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða auk sveitarfélagsins Vesturbyggðar.

Um er að ræða vegarspotta, 1,75 km að lengd, fyrir ofan Hvallátra og er hann hluti vegar sem liggur út að Látrabjargi. Raskið verður bundið við 13 til 30 m breitt svæði á leiðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert