100 vilja hýsa gesti í sóttkví

Allir sem koma til landsins frá og með miðnætti þurfa …
Allir sem koma til landsins frá og með miðnætti þurfa í sóttkví. Ljósmynd/Anna Sigríður

Um hundrað gististaðir hafa skráð sig reiðubúna til að taka við gestum í sóttkví þegar nýjar reglur, sem kveða á um tvöfalda sýnatöku og sóttkví allra sem koma til landsins, taka gildi á miðnætti í kvöld.

Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður Ferðamálastofu, segir ánægjulegt að skráning hafi tekið við sér en hvetur fleiri stór hótel til að skrá sig.

Meðal þess sem farið er fram á við gististaði sem þjónusta gesti í sóttkví er að starfsfólk fari aldrei inn á herbergi gesta, hringi á lögreglu telji það að gestir brjóti sóttkví og liðsinni gestum við að panta tíma í aðra sýnatöku, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert