Afturkallar brottvísanir

Útlendingastofnun.
Útlendingastofnun. mbl.is/Hari

Útlendingastofnun hefur ákveðið að afturkalla ákvörðun í 61 máli um alþjóðlega vernd vegna kórónuveirufaraldursins sem hefur haft mikil áhrif á málefni umsækjenda. Alls munu 124 umsóknir um alþjóðlega vernd fá efnislega meðferð.

Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag.

Þar kemur fram að um sé að ræða umsóknir sem önnur Evrópuríki báru ábyrgð á á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar eða höfðu þegar verið afgreiddar með veitingu verndar í öðrum löndum.

Miklar ferðatakmarkanir hafa verið í Evrópu síðan kórónuveirufaraldurinn kom upp í mars og þannig hafa mörg ríki lokað tímabundið fyrir endursendingar umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Af 124 umsóknum hafa 35 verið afgreiddar efnislega, átta fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum, 24 veitt vernd eða viðbótarvernd en þremur synjað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert