Fjögur innanlandssmit – fimm smit við landamærin

Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Fjögur kór­ónu­veiru­smit greind­ust á sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans í gær. Fimm smit greind­ust við landa­mær­in en tvö þeirra eru virk. Beðið er mót­efna­mæl­ing­ar hjá hinum þrem­ur.

Þetta kemur fram á covid.is.

Alls eru 122 í ein­angr­un, einn á sjúkra­húsi en eng­inn á gjör­gæslu. 472 eru í sótt­kví.

Af sex smit­um við landa­mær­in í fyrra­dag voru fimm virk og eitt með mót­efni. 

465 sýni voru tek­in hjá sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans, 39 hjá Íslenskri erfðagrein­ingu og 2.678 við landa­mær­in.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert