Flæddi skyndilega úr Langjökli

Skyndilegt flóð varð úr Langjökli á mánudagskvöld og aðfaranótt þriðjudags …
Skyndilegt flóð varð úr Langjökli á mánudagskvöld og aðfaranótt þriðjudags og er talið að það sé vegna hafts sem hafi brostið, við lón á norðvestanverðum jöklinum. Mynd/Veðurstofa Íslands

Skyndilegt flóð varð úr Langjökli á mánudagskvöld og aðfaranótt þriðjudags og er talið að það sé vegna hafts sem hafi brostið, við lón á norðvestanverðum jöklinum. Mikið vatnsmagn flæddi niður Svartá sem alla jafna er vatnslítil á þessum árstíma. Óvenjumikil hlýindi hafa verið á svæðinu. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Vatnshæðarmælir veðurstofu við Kljáfoss í Hvítá, um 30km frá Húsafelli, sýndi flóðatopp upp á 255 rúmmetra á sekúndu skömmu eftir miðnætti aðfaranótt þriðjudags en það er tæplega þrefalt meðalrennsli Hvítár miðað við árstíma. Farvegur Hvítár við Húsafellsskóg var barmafullur að sögn sjónarvotta sem gerðu veðurstofu viðvart.

Á myndum Veðurstofu má sjá mun á vatnsmagni í lóninu við Langjökul og eins vatnsmagni Svartár. Fyrri myndin er tekin 14. ágúst og sú síðari 17. ágúst.

Kort/Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands
Kort/Jarðvísindastofnun Háskóla Íslandsmbl.is