Þrengt að borgaralegum réttindum

Komið er nálægt þolmörkum þess að stjórnvöld geti beitt fyrir sig ákvæðum í sóttvarnarlögum við að þrengja að borgaralegum réttindum fólks án þess að sækja sér frekari lýðræðislegan stuðning. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessors í stjórnmálafræði, sem segir merkilegt hve lítil umræða verið um þennan þátt á undanförnum dögum þar sem ferðafrelsi fólks hefur verið skert verulega og heimildir til að framfylgja sóttvarnarlögum hafa verið rýmkaðar, meðal annars með heimildum lögreglu til að sekta fólk fyrir að fara ekki eftir lögunum.

Í myndskeiðinu er rætt við Eirík ásamt þeim Smára McCarthy, þingmann Pírata, og Pawel Bartoszek, borgarfulltrúa Viðreisnar um aðgerðir stjórnvalda á undanförnum dögum.

Þeir Pawel og Smári setja spurningarmerki við þær leiðir sem valið var að fara með tilliti til fjölda smita í seinni bylgju faraldursins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert