Barnaskólanum í Reykjavík lokað vegna smits

Barnaskólinn í Reykjavík er í Nauthólsvík.
Barnaskólinn í Reykjavík er í Nauthólsvík. Ljósmynd/Hjallastefnan

„Já því miður þá get ég staðfest þetta að kennari hjá okkur greindist með kórónuveiruna. Miðað við að ekki var búið að taka upp aftur reglurnar varðandi hólfaskiptinguna og það er eins metra regla milli starfsfólks í skólum þá var ekki stætt á öðru en að það fari allir í sóttkví,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, í samtali við mbl.is.

Hjallastefnan rekur Barnaskólann í Reykjavík en þar var skólasetning í gær, föstudaginn 21. ágúst. Kennarinn sem greindist smitaður var ekki viðstaddur hana og því er ekki ástæða til að senda nemendur og foreldra í sóttkví.

Allir starfsmenn skólans eru þó komnir í sóttkví en þeir á annan tug. DV greindi fyrst frá.

Reiknað er með að skólinn hefji starfsemi að nýju 7. september.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert