Flóknasta byggingarframkvæmd Íslandssögunnar

Landspítalinn hefur gefið út 6 mínútna langt myndband þar sem greint er frá stöðu innan Landspítala vegna undirbúnings framkvæmda við nýbyggingar í Landspítalaþorpinu við Hringbraut.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu Landspítalans.

20 mínútna útgáfa af myndbandinu var gefin út í mars á Vimeo.

Í myndbandinu segir að uppbygging Landspítalaþorpsins við Hringbraut sé tæknilega flóknasta byggingarframkvæmd Íslandssögunnar, en þar er rætt við einstaklinga sem koma að skipulagningu, hönnun og framkvæmd verksins.

mbl.is