Smit hjá starfsmanni Ingunnarskóla

Ingunnarskóli í Grafarholti í Reykjavík.
Ingunnarskóli í Grafarholti í Reykjavík. mbl.is/Kristinn

Foreldrar barna í Ingunnarskóla í Grafarholti í Reykjavík fengu í morgun bréf frá Guðlaugu Erlu Gunnarsdóttur skólastjóra um að smit hefði komið upp hjá starfsmanni skólans.

Þrátt fyrir smitið verður skólahald með eðlilegum hætti fyrir utan að skólasund verður fellt niður. Í bréfinu kemur fram að viðkomandi starfsmaður hafi síðast verið í vinnu á föstudaginn í síðustu viku eftir að skólastarf hófst.

Þrír aðrir starfsmenn þurfa að vera í sóttkví vegna smitsins. Fréttablaðið greindi fyrst frá efni bréfsins en þar kemur einnig fram að vel sé hugað að sóttvörnum í skólanum í samræmi við vinnureglur frá sóttvarnalækni og Reykjavíkurborg.

mbl.is