Kviknaði í hlaupahjóli í verslun Nova

Ljósmynd/Aðsend

Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds í verslun Nova í Lágmúla á ellefta tímanum í kvöld. Kviknað hafði í hlaupahjóli í versluninni.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var um sáralítinn eld að ræða en kviknað hafði í framdekki hlaupahjóls.

Töluverður reykur var þó í versluninni og eru slökkviliðsmenn enn að reykræsta.

mbl.is