Liggur undir skemmdum

Guðjón teiknaði læknisbústaðinn á Vífilsstöðum.
Guðjón teiknaði læknisbústaðinn á Vífilsstöðum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gamli yfirlæknisbústaðurinn á Vífilsstöðum liggur undir skemmdum. Hann var reistur veturinn 1919 til 1920 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar, sem þá hafði nýlokið námi í húsagerðarlist í Danmörku.

„Mér ofbýður sú hörmung sem þar blasir við þegar litið er til þessa góða húss sem Guðjón Samúelsson teiknaði af snilld sinni. Það er að grotna niður. [...] Það var sagt að Íslendingar hefðu stundum étið eitthvað af skinnhandritum sínum. Það er hægt að fyrirgefa þeim það – þeir voru hungraðir. En þeir menn sem höndla um læknabústaðinn eru ekki svangir og því er skömm þeirra enn meiri fyrir sinnuleysið,“ sagði Hrafnkell Helgason, síðasti yfirlæknir Vífilsstaða, á hundrað ára afmæli þeirra árið 2010.

Fjallað er um yfirlæknisbústaðinn og ástand hans í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert