Ríflega 5 þúsund skjálftar

Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálftahrinan við Fagradalsfjall er enn í gangi en frá 19. júlí hafa mælst þar ríflega fimm þúsund skjálftar. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands eru þeir flestir litlir eða á bilinu 0,5-2 að stærð.

Á miðvikudag (26.8.20) varð skjálfti af stærð 4,2 austast í Fagradalsfjalli, um 10 km NA af Grindavík klukkan 16:15. Annar skjálfti af stærð 3,7 varð á svipuðum slóðum kl. 13:43. Fundust skjálftarnir víða á Suðvesturlandi.

Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall undanfarinn mánuð en öflug jarðskjálftahrina hófst þar 19. júlí. Þessi virkni er líklega af völdum spennubreytinga vegna endurtekinna kvikuinnskota á Reykjanesskaga sem hófust í lok janúar á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert