Krefja ríkið um 400 milljónir króna

Fjárhagsleg staða Herjólfs ohf. er alvarleg vegna tekjufalls vegna kórónuveirufaraldursins. Þá telur félagið að ríkið hafi ekki greitt styrki sína til rekstursins að fullu samkvæmt þjónustusamningi.

Gerir Herjólfur ohf. um eða rúmlega 400 milljóna króna kröfu á ríkið vegna þessa. Vestmannaeyjabær fjármagnar tapreksturinn í bili með eiginfjárframlagi.

Krafa Herjólfs ohf. á hendur ríkinu er tvíþætt, eins og fram kemur hér að framan. Annars vegar vegna vanefnda á þjónustusamningi og hins vegar vegna lækkunar sértekna vegna kórónuveirufaraldursins.

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að ríkið og Vestmannaeyjabær hafi gert þjónustusamning um reksturinn 16. maí 2018. Þá var skipið í smíðum í Póllandi og afhending þess dróst. Guðbjartur segir að í viðauka hafi komið fram viðmið um mönnun skipsins og tekið fram að ef mönnunarskírteini Samgöngustofu yrði á annan veg bæri að leiðrétta fyrir því. Niðurstaða Samgöngustofu hafi verið að hafa fleira fólk í áhöfn en gert var ráð fyrir. Þá var ákvæði um að styrkir ríkisins væru bundnir vísitölu. Segir Guðbjartur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að ríkið miði útreikning þeirra við aðra dagsetningu en samning. Herjólfur krefjist leiðréttingar á þessu tvennu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert