Aldrei meiri óánægja með aðgerðir ríkisstjórnarinnar

Frá blaðamannafundi í mars um aðgerðir ríkisstjórnarinnar.
Frá blaðamannafundi í mars um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. mbl.is/Eggert

Aldrei hafa færri talið ríkisstjórnina gera hæfilega mikið til að fyrirbyggja eða bregðast við neikvæðum efnahagslegum áhrifum tengdum kórónuveirunni.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýjum þjóðarpúlsi Gallup, en hringt var í 1.638 manns dagana 13. til 23. ágúst, til að kanna viðhorf almennings til ýmissa þátta sem tengjast faraldrinum.

Samkvæmt könnuninni telja 57,8% svarenda að ríkisstjórnin sé að gera hæfilega mikið, en lægst hafði hlutfallið áður mælst um síðustu mánaðamót, þá 58%.

Hæst var hlutfallið í mars, eða 75,1%. Tók það snögga dýfu í byrjun apríl og fór niður í 58,4% áður en það tók að glæðast á ný í sumar og mældist þá hæst 67,5% í kringum mánaðamótin maí-júní.

Smella á má grafið til að stækka myndina.
Smella á má grafið til að stækka myndina. Skjáskot/Gallup

Allt of lítið eða of mikið

Hlutfall þeirra sem telja ríkisstjórnina gera „allt of lítið“ hefur einnig aldrei verið hærra, en 9,5% svarenda telja að sú sé raunin.

Athygli vekur að á sama tíma telja 5,8 prósent svarenda að ríkisstjórnin geri „aðeins of mikið“, og hefur það hlutfall heldur aldrei verið hærra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert