Sætta sig ekki við bann

Brimbrettakappi nýtir sér öflugar öldurnar á Seltjörn.
Brimbrettakappi nýtir sér öflugar öldurnar á Seltjörn. mbl.is/Bogi Þór Arason

Iðkendur sjóíþrótta á Seltjarnarnesi hafa safnað 250 undirskriftum frá einstaklingum sem eru ósáttir við bann sem sett var á þá sem stunda sjóíþróttir við Seltjörn við Gróttu á Seltjarnarnesi frá 1. maí til 1. ágúst.

Skúli Magnússon héraðsdómari sem fer fyrir undirskriftasöfnuninni segir að ekki hafi verið leitað til almennings heldur eingöngu þeirra sem stunda sjóíþróttir við söfnunina. Eru það m.a. þeir sem leggja stund á sjóbrettaiðkun, seglbretti og kajaksiglingar. Bannið var sett á af Seltjarnarnesbæ í þeim tilgangi að vernda fuglalíf á svæðinu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Skúli sjóíþróttaiðkendur ekki skilja hvers vegna annað gildi um þennan hóp en aðra sem sækja svæðið til útivistar. Hann telur vandséð hvernig þessi tegund útivistar trufli fugla meira en t.d. rútur fullar af ferðamönnum, fólk með lausa hunda á göngu í flæðarmálinu eða golfiðkendur í Nesklúbbi sem þar er nærri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert