Engin kreppumerki hjá iðnaðarmönnum

Sumarið er tími framkvæmda og viðhalds og hafa faglærðir iðnaðarmenn …
Sumarið er tími framkvæmda og viðhalds og hafa faglærðir iðnaðarmenn haft nóg að gera, að sögn formanns Byggiðnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sumar og haust eru tími framkvæmda og það er ágætishljóð í mínum köllum,“ segir Finnbjörn Hermannsson, formaður Byggiðnar, Félags byggingamanna.

Tíðar fréttir hafa verið af uppsögnum að undanförnu og þungt hljóð í mörgum fyrir komandi vetur. Atvinnuleysi var 5,1% í júlí. Það tekur mest til samdráttar í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Faglærðir iðnaðarmenn virðast hins vegar hafa haft næg verkefni.

„Verkefnastaða hefur verið góð og það er frekar eftirspurn en samdráttur,“ segir Finnbjörn um byggingamarkaðinn. Hann segir að átakið Allir vinna, sem tryggir fólki endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu iðnaðarmanna, hafi greinilega hvatt marga til að ráðast í endurbætur og framkvæmdir. „Þegar mínir menn kvarta yfir því að þeir nái ekki að taka sumarfríið sitt, þá er nóg að gera,“ segir Finnbjörn í léttum tón.

Aðspurður í Morgunblaðinu í dag segir hann erfitt að sjá langt fram á veginn. „Við sjáum yfirleitt ekki nema 2-3 mánuði fram í tímann en þeir líta nokkuð vel út. Ég hugsa að við getum verið bjartsýn alla vega fram að áramótum. Svo kemur í ljós hversu harður veturinn verður.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert