Bláa lónið mun endurráða tímabundið 236 starfsmenn úr þeim hópi sem sagt var upp í lok maí síðastliðins. Þá var 403 starfsmönnum sagt upp störfum.
Þetta kemur fram í skriflegu svari Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra sölu-, markaðs- og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, við fyrirspurn mbl.is.
Félagið ætlar að freista þess að halda starfseminni opinni inn í haustið, þó með breyttum afgreiðslutíma, en Bláa lónið var lokað í rúma þrjá mánuði, frá lokum mars fram í lok júní, vegna kórónuveirunnar.