Auknar líkur á engum smitum

Líkur á engum smitum eru komin í rúm 20 prósent.
Líkur á engum smitum eru komin í rúm 20 prósent. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Líkur á engum kórónuveirusmitum hérlendis hafa hækkað úr um átta prósentum í rétt rúm tuttugu prósent.

Þetta kemur fram í greinargerð sem fylgir spálíkani Háskóla Íslands vegna annarrar bylgju Covid-19.

Alltaf er þó möguleiki á því að mörg smit greinist, segir í greinargerðinni, en spálíkanið var uppfært á fimmtudaginn.

Fram kemur að líkt og í vor getur fjöldi nýgreindra smita sveiflast frá degi til dags. Stundum greinist fá eða engin smit og á öðrum dögum greinist fleiri en tíu.

Vís­inda­menn frá Há­skóla Íslands, Embætti land­lækn­is og Land­spít­ala unnu spálíkanið. Í síðasta spálíkani töldu þeir að á næstu vikum væri lík­legt að dag­leg­ur fjöldi ný­greindra smita yrði á bilinu eitt til sex, en gætu orðið hátt í 13. Breyting hefur því orðið á spánni síðan þá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert