Fjölgar hótelsvítum í Grímsborgum

Ólafur Laufdal ásamt Maríu Brá Finnsdóttur hótelstjóra.
Ólafur Laufdal ásamt Maríu Brá Finnsdóttur hótelstjóra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framkvæmdir hefjast á næstunni við 600 fermetra stækkun Hótels Grímsborga í Grímsnesi þar sem verða alls 10 hótelsvítur.

Í dag er rúm fyrir 240 gesti á hótelinu, sem er fimm stjörnu staður og þægindin í fyrirrúmi, rétt eins og gestir kalla eftir. „Við erum vel sett alveg út árið,“ segir Ólafur Laufdal veitingamaður í Grímsborgum í Morgunblaðinu í dag. Þétt er bókað á hótelinu alveg út líðandi ár og margt spennandi á döfinni.

Bakslag í ferðaþjónustunni er því ekki algilt og þar minnir Ólafur á að Grímsborgir hafi skýra sérstöðu. Þangað sæki til dæmis gjarnan fólk á miðjum aldri og þaðan af eldra, Íslendingar sem vilji skapa góðar minningar.

Hótel Grímsborgir í Grímsnesi.
Hótel Grímsborgir í Grímsnesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert