Skoska leiðin auðveldi Eyjaflug

Flugfélagið Ernir fór sl. föstudag sína síðustu áætlunarferð til Eyja.
Flugfélagið Ernir fór sl. föstudag sína síðustu áætlunarferð til Eyja. mbl.is/Sigurður Bogi

„Flugið til Eyja hefur verið á markaðsforsendum svo ríkið getur ekki stigið þarna inn nema með þeim almennu ráðstöfunum sem nú eru í undirbúningi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.

Flugfélagið Ernir fór sl. föstudag sína síðustu áætlunarferð, í bili að minnsta kosti, til Vestmannaeyja. Haft hefur verið eftir Herði Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Ernis, að flug til Eyja hafi ekki borið sig og því hafi verið sjálfhætt. Ráðstafanir flugfélagsins hafa verið ræddar af nokkrum þingmönnum Suðurkjördæmis við bæjaryfirvöld í Eyjum. Fulltrúar þeirra hafa óskað eftir samtali við ríkið um málið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Þrjár ferðir fram og til baka

Á næstu dögum verða kynntar niðurgreiðslur ríksins í innanlandsflugi, þar sem íbúar tiltekinna svæða úti á landi fá allt að þrjár ferðir fram og til baka á verulega lægra verði en verið hefur til þessa. Þetta er „skoska leiðin“ svonefnda, sem í ár eru eyrnamerktar 200 milljónir króna og ætlaðar 600 milljónir á því næsta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert