Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna brunans

Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi til 18. september.
Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi til 18. september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður á sjötugsaldri, sem grunaður er um íkveikju á Bræðraborgarstíg í júní, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 18. september. Þetta er gert vegna rannsóknarhagsmuna að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem rannsakar tildrög eldsvoðans.

Í brunanum létust þrír, ein kona og tveir karlmenn, og voru þau öll pólskir ríkisborgarar. Í húsinu sem brann höfðu 73 einstaklingar lögheimili og spratt upp mikil umræða um aðbúnað erlends verkafólks hér á landi þegar bruninn varð. Húsið brann til kaldra kola og var efri hluti hússins að lokum rifinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert