Greiða þarf leið verkefna

Eldiskvíar í Fáskrúðsfirði.
Eldiskvíar í Fáskrúðsfirði. mbl.is/Þorgeir

Fjöldi umsókna um fiskeldi og aðra atvinnustarfsemi er óafgreiddur hjá Matvælastofnun, Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun.

Þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra svaraði fyrirspurn Jóns Gunnarssonar alþingismanns voru sautján umsóknir frá árunum 2015 til 2018 óafgreiddar og 23 frá árinu 2019, fyrir utan þær umsóknir sem borist hafa í ár.

Umhverfisráðherra hefur ekki svarað fyrirspurn Jóns varðandi Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun en elstu umsóknirnar um nýtingarleyfi á hafsbotni sem óafgreiddar eru hjá Orkustofnun eru frá því í janúar 2019.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgnublaðinu í dag telur Jón Gunnarsson að gera þurfi áætlun um það hvað sé hægt að gera til að koma atvinnuverkefnum hraðar í gegnum frumskóg leyfisveitinga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert