Leita meira til Íslands

Frá upptökum Pegasus á Game of Thrones-þætti á Íslandi.
Frá upptökum Pegasus á Game of Thrones-þætti á Íslandi. Ljósmynd/Pegasus

Lilja Ósk Snorradóttir, framkvæmdastjóri Pegasus, segir veikingu krónunnar hjálpa til við að fá erlend kvikmyndaver til að taka upp efni á Íslandi. Þá hafi útbreiðsla kórónuveirunnar haft mikil áhrif á eftirspurnina.

Þegar faraldurinn virtist að baki í sumar hafi áhuginn aukist en eftir að önnur bylgjan hófst hafi fyrirspurnum fækkað.

Kvikmyndafyrirtækið Pegasus var stofnað fyrir rúmlega 30 árum. Meðal verkefna félagsins á síðustu árum er framleiðsla á þáttum í Game of Thrones-seríunni vinsælu.

Veiran eykur eftirspurn

Lilja Ósk segir í samtali í ViðskiptaMogganum í dag, að nokkur samstarfsverkefni með erlendum kvikmyndaverum séu í farvatninu. Um þau gildi hins vegar trúnaður.

Hún segir áhorf á sjónvarp hafa stóraukist í faraldrinum og því sé auðvelt að fjármagna þáttagerð. Erfiðara sé fyrir sjálfstæða framleiðendur að fjármagna kvikmyndir við þessar óvenjulegu aðstæður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert