Hafa greint 2.500 sýni af 6.000

Endurskoðun sýna miðar ágætlega, að sögn Krabbameinsfélagsins.
Endurskoðun sýna miðar ágætlega, að sögn Krabbameinsfélagsins. mbl.is/Árni Sæberg

Búið er að endurskoða 2.500 sýni af þeim 6.000 sýnum sem Krabbameinsfélagið ætlar sér að endurskoða í kjölfar þess að kona, sem fékk ranga greiningu við skimun leghálskrabbameins, er nú með ólæknandi krabbamein.

Af þessum 2.500 sýnum hafa 65 sýni sýnt vægar frumubreytingar og verða þær konur sem eiga í hlut kallaðar í frekari skoðun. Þetta kemur fram á vef Krabbameinsfélagsins.

Krabbameinsfélagið segist nú ætla að birta vikulega tölur yfir framgang endurskoðunar sýna vegna þess fjölda fyrirspurna sem félaginu berast. Næstu tölur eru væntanlegar 17. september. Á vef félagsins segir að allt kapp sé lagt á að endurskoðunin klárist sem fyrst en að henni miði ágætlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert