Rifu verndað hús við Skólavörðustíg

Húsið fallið.
Húsið fallið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hús við Skólavörðustíg 36 var rifið í gær. Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkur, sagði við Morgunblaðið að ekki hefði legið fyrir leyfi til þess að rífa húsið þar sem það nyti verndar byggðamynsturs.

Einungis hefði verið veitt leyfi til að bæta við einni hæð ofan á það en ekkert leyfi til niðurrifs hefði verið veitt. Sagði hann að fulltrúar færu á staðinn á fimmtudagsmorgun til að kanna málið.

Eigandi hússins sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrir hefðu legið öll tilskilin leyfi. Til hefði staðið að byggja hæð ofan á húsið en í ljós komið að burðarvirki þess þyldi það ekki vegna þess að einhverju áður hefðu gluggar verið skornir út á framhliðinni sem veiktu burðarvirkið. Því hefði húsið verið rifið og til stæði að byggja það aftur í upprunalegri mynd. Fullt samráð hefði verið haft við eftirlitsaðila. Þessu hafnar byggingarfulltrúi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »