Ekki náið samband því þau voru ekki í sambúð

Kamilla Ívarsdóttir varð fyrir grófu ofbeldi af hálfu þáverandi kærasta. …
Kamilla Ívarsdóttir varð fyrir grófu ofbeldi af hálfu þáverandi kærasta. Héraðsdómur mat það sem svo að ekki væri um ofbeldi í nánu sambandi að ræða, þar sem þau voru ekki í skráðri sambúð.

Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi héraðsdóms yfir karlmanni sem beitti kærustu sína grófu ofbeldi. Farið er fram á að dæmt sé eftir ákvæðum laga um ofbeldi í nánu sambandi, en við því eru harðari refsingar. RÚV greinir frá þessu.

Kamilla Ívarsdóttir, átján ára gömul stúlka, steig á dögunum fram og sagði frá grófu og ítrekuðu heimilisofbeldi sem þáverandi kærasti hennar beitti hana. Kamilla þríbrotnaði í andlitinu og er nú með gervibein í andlitinu.

Maðurinn var í mars dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir brotin, en var sleppt lausum stuttu síðar eftir að hafa aðeins afplánað um fimm mánuði, stærstan part í gæsluvarðhaldi fyrir dómsuppkvaðningu. Þegar hefur verið greint frá því að maðurinn hringdi 122 sinnum í Kamillu úr fangelsinu, þrátt fyrir að hún hefði fengið nálgunarbann á hann.

Maðurinn hafði verið ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi, en héraðsdómur féllst ekki á að um náið samband væri að ræða þar sem þau Kamilla voru ekki formlega í skráðir sambúð. Sem fyrr segir hefur saksóknari áfrýjað málinu til að fá því hnekkt og gerir kröfu um refsiþyngingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert