Heimsókn Róberts virðist sniðin að AKP

Róbert Spano (fyrir miðju) yfirgefur háskólann í Istanbúl heiðursnafnbótinni ríkari.
Róbert Spano (fyrir miðju) yfirgefur háskólann í Istanbúl heiðursnafnbótinni ríkari. AFP

Heimsókn Róberts Spanós, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands, hvar hann tók við heiðursdoktorsnafnbót, virðist um margt sniðin að þörfum stjórnarflokks Erdogans, AKP.

Ekki síður virðist hún sniðin að persónulegum hagsmunum Saadet Yüksel, dómara Tyrklands við MDE. Hún fylgdi Róberti í ferðinni, en leiðin lá ekki aðeins til Ankara og Istanbúl eins og eðlilegt er, heldur einnig til smáborgarinnar Mardin, sem er skammt frá landamærum Sýrlands. Það er heimaborg Yüksel, en fjölskylda hennar er mjög holl Erdogan og í innsta hring AKP.

Ekki verður séð að heimsóknin þangað hafi átt sér annað tilefni en nána persónulega vináttu dómaranna tveggja, en þar sem annars staðar lét Róbert sér nægja að ræða við flokksbrodda AKP, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert