Óbreytt staða til 6. október

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um að núgildandi reglur varðandi komur til landsins gildi til 6. október og að hægt sé að stytta sóttkví innanlands úr 14 dögum í viku ef farið er í skimun á 7. degi. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. 

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. 

Núgildandi reglur gera ráð fyrir að allir sem koma til Íslands fari í 14 daga sóttkví eða velji skimun við landamærin. Frá 19. ágúst 2020 felur skimun í sér sýnatöku við landamærin og aftur fimm dögum síðar ef fyrsta sýni er neikvætt. Á milli fyrstu og annarrar sýnatöku þarf að fylgja reglum um sóttkví. Ef seinna sýnið er neikvætt er sóttkví aflétt.

Sam­kvæmt nú­gild­andi fyr­ir­komu­lagi fara þeir sem verða ber­skjaldaðir fyr­ir smiti í 14 daga sótt­kví. Í nýju fyr­ir­komu­lagi felst sótt­kví í um viku og svo sýna­taka á sjö­unda degi sótt­kví­ar. 

Sjá nánar hér

Ekk­ert inn­an­lands­smit kór­ónu­veirunn­ar greind­ist á sam­eig­in­legri deild sýkla- og veiru­fræðideild­ar Land­spít­al­ans og Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar í gær. 

Eitt smit greind­ist við landa­mær­in og er beðið eft­ir niður­stöðu úr mót­efna­mæl­ingu hjá viðkom­andi. 

Alls eru nú 363 í sótt­kví og 72 í ein­angr­un. Alls er 14 daga nýgengi á 100 þúsund íbúa 11,7 þegar kemur að innanlandssmitum en 6,8 á landamærunum. Samkvæmt Sóttvarnastofnun Evrópu eru þau 19,6 á Íslandi sem er umtalsvert lægra en í flestum ríkjum Evrópu. Finnland er nú eina ríkið á Norðurlöndunum sem er með færri smit á hverja 100 þúsund íbúa en Ísland eða 8,2. Í Svíþjóð eru þau 24,7, Danmörku 39,6og í Noregi 23,3. Fæst eru smitin í Lettlandi, 4,3 á hverja 100 þúsund íbúa og Kýpur 4,1. Flest eru þau á Spáni eða 265,6 og Frakklandi 140,6.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert