Sjá tækifæri í Icelandair

Þotur Icelandair.
Þotur Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Snædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri Eftirlaunasjóðs Félags íslenskra atvinnuflugmanna (EFÍA), segir stjórn sjóðsins vera að meta kosti þess að fjárfesta í Icelandair. Með hlutafénu á að endurreisa félagið sem rær nú lífróður.

Rúmlega 1.000 sjóðfélagar eru hjá EFÍA og er hrein eign sjóðsins um 48 milljarðar króna. „Nú erum við eins og aðrir fjárfestar og lífeyrissjóðir á fullu að greina fjárfestinguna í þaula og niðurstaða liggur ekki fyrir. Það er hins vegar ljóst að þessi hópur þekkir vel til og sér heilmikil tækifæri. Að lokum mun niðurstaða alltaf byggja á mati á væntri ávöxtun og áhættu,“ Snædís Ögn.

Það er á fleiri vígstöðum sem lífeyrissjóðir meta fjárfestingarkosti. M.a. á erlendum mörkuðum. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, telur „ekki réttlætanlegt að lífeyrissjóðirnir standi einir að því að fara ekki út með fé“. Hún eigi þó ekki von á að þeir verði stórtækir í gjaldeyriskaupum.

Tilefnið er þau ummæli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra í Morgunblaðinu í gær að sjóðunum beri að sýna ábyrgð í erlendri fjárfestingu með hliðsjón af veikingu krónunnar og verðstöðugleika.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert